Bitte beachten Sie: Diese Website benötigt Flash und JavaScript für ihre volle Funktionalität.
Bitte stellen Sie sicher, dass Flash und JavaScript in den Browser-Einstellungen aktiviert sind.
Zum Download des aktuellen Flash-Plugins hier klicken.

Volkswagen rafbílar. Think Blue.

 

e-Golf

teaser teaser

e-Golf

Framtíðin virkar kunnugleg.
Nýr e-Golf.
Bæklingur »

100% LED framljós með dagsbirtulýsingu gefa meiri birtu fyrir minni orku. Blá LED rönd liggur undir aðalljósum og gefa e-Golf sérkenni frá öðrum Golf systkinum sínum (t.d. er GTI með rauða línu).

Að sjá og sjást, þökk sé e-hönnun Volkswagen. LED dagljósabúnaður með C-laga formi lýsir ekki bara veginn, heldur senda líka grípandi skilaboð um val þess sem ekur hjá.

Þakspoiler gefur e-Golf sportlegt útlit, en stuðlar einnig að auknu afli og minni loftmótstöðu, sem sparar orku.

Einfaldlega magnaður.
Myndbönd sem útskýra e-Golf.

Upplifðu aksturslag morgundagsins – strax í dag.

Rafmótor e-Golf endurspeglar einfaldar og sveigjanlegar lausnir Volkswagen; öflugur, þögull og laus við útblástur.  e-Golf er allt þetta – en jafnframt allt það sem Golf stendur fyrir og hefur skapað einstakar vinsældir bílsins – kynslóð eftir kynslóð....


Minna

Þú ákveður akstursdrægnina.

Upplýsingaskjáir e-Golf gera þér kleift að fylgjast með rauntíma-upplýsingum um drægni, hleðslustöðu, endurheimtri orku og fleiru sem tryggja áhyggjulausan akstur.

Minna

Fullkomin hitastilling.

Háþróað miðstöðvarkerfi í e-Golf tryggir hagkvæma orkunotkun, þannig að hitastig í bílnum er þægilegt, án þess að orku sé sóað – og akstursdrægni tapist.

Minna

Aflmælir (Powermeter)

Aflmælirinn sýnir núverandi hleðslustöðu, á meðan eMax segir þér hversu mikil hröðun sé möguleg.

Leðuráklæði

e-Golf lítur ekki bara vel út – heldur er hann einstaklega þægilegur viðkomu.  Stýrið, gírstöngin og handbremsan eru klædd hágæða leðri til að veita góða tilfinningu og öruggt grip.

Smáatriðin telja

“Iridium Matrix” útlit gefur e-Golf innréttingunni einstaklega framsýnt útlit.

Lítur vel út - og er einstaklega þægilegt. Innan í e-Golf.

Nú þegar vinsælasti bill Volkswagen er fáanlegur sem rafbíll, bjóðum við allt það besta – og byrjum með einstaklega framsýnni hönnun.

Nýjasta tækni í kunnuglegum umbúðum.
e-Golf í stuttu máli.

Vélin: létt, þögul og öflug

Volkswagen nýtti sér umfangsmikla reynslu og þekkingu verkfræðiteyma sinna til að hanna algerlega nýja línu véla.  Þeir hafa unnið í mörg ár að þróun rafmótora sem skara framúr  - léttir, mjög öflugir og einstaklega hjóðlátir.

 

AFL

85 kW (115 hö)***

Þrátt fyrir smæð sína er vélin í e-Golf algert orkuver.

TOG

270 Nm***

Staðallinn í rafbílum  – Einstakt viðbragð með hámarkstogi frá hvaða hraða sem er.

Minna

Ekið um borgina

Rafmótor e-Golf er í einstökum gæðaflokki – með aðeins einum drifgír er bíllinn frábær borgarbíll.  Og ef þú vilt upplifa alvöru snerpu:  e-Golf er 4 sekúndur í 60km hraða – sem er á við öflugustu sportbíla.  Svo þú kemst hratt og þægilega frá A til B, jafnvel þó það sé smá spölur – því drægnin er 190 km. á hleðslunni.

HRÖÐUN
FRÁ 0 TIL 60 KM/KLST.

4.2 SEK.

 

 

HÁMARKSHRAÐI

140 km/KLST.

 


DRÆGNI (NEDC)

allt að 190 km.

 

Minna

100% áreiðanleiki: Rafhlaðan

Rafhlaðan í e-Golf er ekki bara einstaklega áreiðanleg, hún er einnig sérlega endingargóð.  Þess vegna hefur Volkswagen  valið að veita 8 ára ábyrgð á rafhlöðuna. Rafhlaðan er hönnuð með það fyrir sjónum að taka sem minnst pláss og verða fyrir sem minnstu tjóni ef bíllinn lendir í umferðaróhappi.

 

Aktu lengra með virkri endurvinnslu frá bremsun

Virk endurvinnsla þýðir að þú getur ekið lengra á rafhlöðunni, þar sem þú framleiðir rafmagn þegar þú sleppir aflgjöfinni.

Minna

Hreinn á ferðinni

e-Golf gera útblásturslausan akstur að raunverulegum valkosti.  Á Íslandi er raforkan í sérflokki, þar sem hún kemur eingöngu frá hreinum endurnýjanlegum orkugjöfum.  Og ekki skemmir fyrir að e-Golf notar aðeins 12.7 kWh af rafmagni til að aka 100 km. sem gerir hann að sparneytnasta rafbílnum í sínum flokki.

ORKUFLOKKUR

A+

 

 

MEST VIRÐI

Hagkvæmasti rafbíllinn í sínum flokki.

Minna

Ávallt fullt öryggi

Sem e-Golf eigandi nýtur þú góðs af nýjustu kynslóð öryggiskerfa Volkswagen  Þetta þýðir að þú nýtur ávallt verndar – jafnvel þó þú lendir í umferðaróhappi. Hérna eru helstu atriði öryggiskerfisins:

Árekstrarvari


 

 

Árekstrarvarinn bremsar sjálfvirkt við högg, ef ökumaður bregst ekki við.  Þetta kemur í veg fyrir frekari skaða.

Rafstýrt jöfnunarkerfiRafstýrt jöfnunarkerfi (The Electronic Stabilisation Program) getur numið hættulegar aksturs-kringumstæður, tryggt örugg viðbrögð og hindrað skrið.

Farþegavarnar-kerfi*Farþegavarnar-kerfi* (Proactive Occupant Protection System) bregst við augnabliki fyrir árekstur með því að herða sætisbelti og undirbúa bremsur.

* valkvæður aukabúnaður.

Minna

Léttur í lundu

e-Golf er 1.5 tonn að þyngd – sem er nánast sama þyngd og GTD Golf, þrátt fyrir að hafa þunga rafhlöðu um borð.

Og ekki gleyma plássinu

Farangursrými e-Golf er 341 lítrar sem er engu minna en í hefðbundum Golf.

Ofurstart

e-Golf fer frá 0 til 60 km/klst á aðeins 4.2 sekúndum.  Hann er nógu fljótur til að koma þér um borgina á tilsettum tíma.

Orkuver

Þú getur hlaðið e-Golf með að sleppa aflgjafanum (eða því sem við kölluðum bensíngjöf), og látið bílinn endurvinna orku – og þannig aukið drægni bílsins.

Rafmögnuð fortíð Golf

Hugmyndin að e-Golf er ekki ný.  Rafmagns Golf hefur verið draumur verkfræðinga Volkswagen í áratugi – sem nú hefur orðið að raunveruleika með útgáfu sem nú býðst hverjum sem vil deila þessum draum.